NÁMIÐ

Hvernig er

Uppsetning Náms

Námið skiptist í 4 annir- haustönn, vorönn, sumarönn og haustönn. Í náminu er bekkjarkerfi þar sem fyrrum nemendur hafa myndað náin vinatengsl. Tveggja vikna sumafrí og eins vikna frí milli anna.

Verkefnin

Skemmtileg hópaverkefni og einstaklingsverkefni eru gefin út á hverri önn. Lokaverkefnið er mest spennandi þar sem hver nemandi, skrifar, framleiðir og tekur upp sína eigin mynd.

Áfangar

Á hverri önn eru 5-6 áfangar, sumir þeirra framhaldsáfangar þegar námið líður á og sumir mjög sérhæfðir. Nemendur taka áfanga hjá fagmönnum í bransanum og læra af þeim og í þeirra sérgrein.

Búnaður

Til þess að gera kvikmyndir þarf að hafa nóg af búnað. Kvikmyndatækni er með þeim stærstu nemendalagerum á landinu og eru í sama húsnæði og ein fullkomnasta kvikmyndaleiga landsins

Útskrift

Nemendur útskrifast með rauða húfu / iðngrein í lok náms. Það er hægt að nýta einingar úr kvikmyndatækni sem valáfanga og útskrifast með stúdentspróf í lok náms

Gott að vita

Nemendur þurfa að hafa fartölvu/borðtölvu í náminu. Þau þurfa ekki myndavélar eða græjur, bara viljann til að læra á þær.