SPURT OG SVARAÐ

Algengar spurningar sem þið gætuð verið að velta fyrir ykkur.

  • Kvikmyndatækni er hugsað og framkvæmt sem tækninám við Kvikmyndagerð. Áherslunar eru aðallega á tæknihluta kvikmyndagerðar, allt frá undirbúningi fyrir tökur til loka eftirvinnslunnar og skil til viðeigandi miðils. Minni áhersla er lögð á aðra þætti - s.s. leik og handritagerð þó svo að stiklað sé á stóru í þeim fræðum

    Kvikmyndatæknin er nám hjá Rafmennt en kennslan fer fram hjá Stúdíó Sýrlandi sem er starfandi fyrirtæki sem sérhæfir sig því að þjónusta hinar skapandi greinar - bæði í hljóð- og myndvinnslu.

    Markmiðið er að úr Kvikmyndatækni útskrifist nemendur sem hafa góða og heildstæða þekkingu á öllu ferlinu við kvikmyndagerð, átti sig vel á mismunandi hlutverkum innan geirans og hafi yfirsýn yfir og þjálfun í flest öllum verkum sem eiga sér stað við kvikmyndagerð.

  • Nemendur þurfa fartölvu, kvikmyndatækni er mest notuð í kringum Apple stýrikerfið en Apple fartölvur eru ekki skyldugar. Utanáliggjandi SSD diskur/ar eru hentugir fyrir námið þar sem að nemendur vinna með mikið efni, þá er gott að vera með auka pláss á tölvunni fyrir þær aðstæður.

  • Náminu er skipt í fjórar annir kenndar eru yfir 15 mánaða tímabil.

    Námið byrjar í september og nemendur útskrifast í desember næsta árs.

  • Formlega séð er námið á vegum Rafmenntar en Stúdíó Sýrland sér um alla kennslu og fer hún fram í höfuðstöðvum Stúdíó Sýrlands.

Einhverjar spurningar?

Ekki hika við að senda okkur línu, erum alltaf til í spjall!